Erlent

Ó­veðrið Hans veldur usla á Norður­löndum

Atli Ísleifsson skrifar
Flætt hefur yfir bakka lækja og áa í Noregi, meðal annars í bænum Gran í suðausturhluta landsins.
Flætt hefur yfir bakka lækja og áa í Noregi, meðal annars í bænum Gran í suðausturhluta landsins. EPA

Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum.

Norrænir fjölmiðlar segja að víða hafi þurft að aflýsa ferjusiglingum og fresta flugferðum. Þá hafi einhverjir slasast eftir að tré hafa rifnað upp með rótum og greinar brotnað af trjám. Þá glíma þúsundir við rafmagnsleysi vegna óveðursins, bæði á Norðurlöndum og öðrum löndum við Eystrasalt.

Yfirvöld í norsku höfuðborginni Osló hvatt fólk til að vinna að heiman og þá er fólk hvatt til að forðast óþarfa bílferðir.

Flóð hafa myndast á E6-hraðbrautinni nærri í Malmö í Svíþjóð vegna úrkomunnar. AP

„Staðan er mjög alvarleg og getur haft alvarlegar afleiðingar og valdið mikilli eyðuileggingu. Það verða mikil flóð og mikil eyðilegging á byggingum og innviðum vegna jarðvegseyðingar og flóða,“ segir á vef norskra yfirvalda að því er fram kemur hjá AP.

Loka hefur þurft vegum víða í Noregi og Svíþjóð vegna aurskriða og þá hefur danska veðurstofan varað við mikilli ölduhæð, en þar hefur einstaka sumarhús við ströndina skolað á haf út.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×