Sport

Tók þátt í sinni fyrstu æfingu í fullum skrúða eftir að hafa fengið hjartastopp í leik í janúar

Siggeir Ævarsson skrifar
Damar Hamlin virðist vera klár í slaginn á ný
Damar Hamlin virðist vera klár í slaginn á ný David Rosenblum/Getty Images

Damar Hamlin, leikmaður Buffalo Bills í NFL deildinni, tók í gær þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu án nokkurra varúðarráðstafanna, en Hamlin lenti í hjartastoppi í leik með liðinu í janúar.

Læknar liðsins gáfu grænt ljós á að Hamlin tæki þátt í æfingum liðsins strax í apríl, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann hné niður í leik og var endurlífgaður á vellinum. Það var þó ekki fyrr en í gær sem Hamlin mætti til leiks í fullum skrúða og tók fullan þátt í æfingunni.

„Ég tók ákvörðun um að halda áfram að spila. En ég er að fara í gegnum og melta óteljandi tilfinningar. Ég er ófeiminn við að segja það að stundum er ég örlítið hræddur.“ - Sagði Hamlin í samtali við blaðamenn eftir æfinguna.

Hamlin sagði að fréttirnar af hjartastoppi Bronny James hefðu haft mikil áhrif á hann og hann hefði sett sig í samband við fjölskyldu hans og boðið þeim allan þann stuðning sem hann gæti veitt.

Hamlin stofnaði góðgerðasamtök meðan hann var enn í háskóla, The Chasing M’s Foundation, en eftir að hann lenti í hjartastoppinu söfnuðust tíu milljónir dollara í söfnun á netinu sem var þó ætluð til að styrkja hann persónulega. Hamlin ákvað að láta þá peninga alla renna til góðgerðasamtakanna.

NFL

Tengdar fréttir

Hamlin út­skrifaður af sjúkra­húsi

Damar Hamlin, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa farið í hjartastopp í leik liðsins gegn Cincinatti Bengals á mánudagskvöldið 2. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×