Sport

Meiddist í sæþotuslysi og missir af öllu NFL-tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nyheim Hines mun ekki geta spilað með Buffalo Bills á þessu tímabili eftir að hafa meiðst í sumarfríi sínu.
Nyheim Hines mun ekki geta spilað með Buffalo Bills á þessu tímabili eftir að hafa meiðst í sumarfríi sínu. Getty/Bryan M. Bennett

NFL-liðið Buffalo Bills varð fyrir áfalli áður en undirbúningstímabilið hófst. Leikmenn eiga vissulega á hættu að meiðast á æfingum en í keppni en sumum tekst að meiðast illa í sumarfríinu sínu.

Hlauparinn Nyheim Hines lenti nefnilega í sæþotuslysi í gær og meiddist illa á hné. Það lítur út fyrir að hann missi af öllu tímabilinu. Hann slapp við lífshættuleg meiðsli en hnémeiðsli boða hins vegar aldrei gott fyrir leikmenn.

Hines sleit líklegast krossband í vinstra hné en bandarískir fjölmiðlar hafa tekið það fram að það var önnur sæþota sem bjó til slysið.

Hines var ekki á ferð á sinni sæþotu þegar annar aðili missti stjórn á sinni sæþotu og klessti á Hines.

Hines var ekki byrjunarliðsmaður en mikilvægur hluti af sérhæfu liði Bills. Honum var líka ætlað að keppa um tækifæri við hlauparana Damien Harris og Latavius Murray.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×