Fótbolti

Myndir: Létt yfir Ronaldo og félögum á æfingu í Laugardalnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Ronaldo leikur listir sínar og Rúbin Neves fylgist dolfallinn með
Ronaldo leikur listir sínar og Rúbin Neves fylgist dolfallinn með Visir/Vilhelm

Portúgalska landsliðið æfði á Laugardalsvelli í dag í undirbúningi sínum fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun. Mikill fjölda áhorfenda var mættur á völlinn til að berja stjörnur Portúgals augum.

Löngu er orðið uppselt á leikinn, en eflaust hefði verið hægt að selja inn á æfinguna líka. Áhorfendur röðu sér meðfram girðingunni á vellinum, flestir væntanlega með augastað á Cristiano Ronaldo en það eru svo sem engir aukvisar með honum í liði.

Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með æfingunni úr fjarlægð og einn æstur aðdáandi klifraði upp í tré til að sjá stjörnur Portúgal beturVisir/Vilhelm

Ronaldo er vinsæll og veit af því, en það var létt yfir honum í dag, bæði á æfingunni og á blaðamannafundinum síðar um daginn. 

Ronaldo á snakki. Um að gera að keyra sig ekki út á síðustu æfingu fyrir leik.Vísir/Vilhelm

Lið Portúgal er hokið af reynslu, en Ronaldo mun leika sinn 200. landsleik á morgun. Enginn leikmaður í sögunni hefur áður náð slíkum leikjafjölda. Varafyrirliði liðsins er hinn fertugi Pepe, með 133 landsleiki í sarpnum.

Otávio tekur við boltanum meðan hinn fertugi Pepe fylgist með álengdarVísir/Vilhelm

Leikur Íslands og Portúgal í undankeppni EM hefst kl. 18:45 á morgun, þriðjudag.


Tengdar fréttir

Portúgal heldur áfram að leika á als oddi

Portúgal fer afar vel af stað í J-riðli undankeppninnar fyrir EM 2024 í knattspyrnu karla. Portúgal vann sannfærandi 3-0 sigur á móti Bosníu Hersegóveníu í þriðju umferð undankeppninnar á Estadio da Luz í Lissabon í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×