Sport

Heiðra Brady við upp­haf komandi tíma­bils

Aron Guðmundsson skrifar
Tom Brady gerði garðinn frægan með Patriots á sínum tíma
Tom Brady gerði garðinn frægan með Patriots á sínum tíma Vísir/Getty

Tom Brady, goð­sögn í sögu NFL-deildarinnar, verður heiðraður af New Eng­land Pat­riots fyrir fyrsta heima­leik liðsins á næsta tíma­bili. Þetta stað­festir eig­andi liðsins, Robert Kraft.

Brady lagði skóna á hilluna á síðasta tíma­bili eftir magnaðan 23 tíma­bila feril í NFL-deildinni þar sem að hann varð meistari alls sjö sinnum.

Sex af hans sjö titlum vann hann með Pat­riots en hann var leik­maður liðsins fyrstu tuttugu tíma­bil síns NFL-ferils.

Brady er þar af leiðandi í guða­tölu hjá stuðnings­mönnum Pat­riots og segir Kraft að hann sé spenntur fyrir því að snúa aftur á heima­völl liðsins:

„Þetta verður sann­kölluð há­tíð,“ lét hann hafa eftir sér í sam­tali við ESPN.

Brady þurfti að vera skorin­orður í byrjun febrúar­mánaðar á þessu ári er hann til­kynnti um á­kvörðun sína þess efnis að láta gott heita af leik­manna­ferli sínum í NFL-deildinni. Einu ári áður hafði hann sagt það sama en seinna dregið í land.

„Nú er ég endan­lega að hætta,“ sagði Brady í yfir­lýsingu í upp­hafi febrúar á þessu ári þar sem hann sagðist ekki vilja breyta neinu við sinn feril.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×