Erlent

Allt að tíu fastir í húsa­rústum eftir sprengingu

Árni Sæberg skrifar
Slökkviliðsmenn berjast við eld sem kviknaði eftir sprengingu í Marseilles.
Slökkviliðsmenn berjast við eld sem kviknaði eftir sprengingu í Marseilles. AP

Talið er að allt að tíu manns séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu eftir sprengingu í Marseille í Frakklandi í nótt.

Fimm hafa verið fluttir á spítala til aðhlynningar en enginn þeirra er í lífshættu. Þetta hefur Reuters eftir Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands.

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en út frá henni hefur kviknað eldur sem hefur verið steinn í götu viðbragðsaðila á vettvangi. Darmanin telur að það muni taka slökkvilið þónokkrar klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins.

Þá segir í frétt Reuters að þriðja byggingin hafi hrunið að hlut og að búið sé að rýma um þrjátíu byggingar á svæðinu.

Forsetinn Emmanuel Macron segir á Twitter að hugur sinn sé hjá íbúum Marseille.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×