Erlent

Berlu­sconi með hvít­blæði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Berlusconi hefur þrisvar tekið við sem forsætisráðherra Ítalíu.
Berlusconi hefur þrisvar tekið við sem forsætisráðherra Ítalíu. Getty/Emanuele Cremaschi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug.

Reuters greinir frá þessu. Þar segir að hinn 86 ára gamli Berlusconi hafi í gegnum árin átt við heilsufarslegan vanda að stríða en fyrir einungis viku síðan var hann innritaður inn á sama spítala vegna annarra vandræða. 

„Hann er klettur, svo hann mun einnig lifa þetta af,“ sagði Paolo, bróðir Berlusconi, í samtali við fjölmiðla í gær er hann gekk af spítalanum.

Berlusconi er forseti Forza Italia flokksins sem er í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum forsætisráðherrans Giorgia Meloni og samgöngumálaráðherrans Matteo Salvini. Berlusconi er þó sjálfur ekki í ráðherraembætti.


Tengdar fréttir

Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli

Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu.

Berlusconi yngir verulega upp

Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu er hættur með kærustu sinni til 12 ára, Francescu Pascale.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×