Umfjöllun: Haukar - Þór Þ. 90-83 | Haukar komnir yfir gegn Þórsurum

Jón Már Ferro skrifar
Haukur fóru með sigur af hólmi gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. 
Haukur fóru með sigur af hólmi gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Haukar höfðu betur á móti Þór Þorlákshöfn, 90-83, í fyrsta leik í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld.

Þegar rúmlega ein mínúta var búin af leiknum hrökklaðis Norbertas Giga út úr Ólafssal. Áfall fyrir Hauka vegna þess að Giga var framlagshæsti leikmaður deildarinnar. Það sást fljótlega að Haukar ætluðu ekki að láta það hafa áhrif á sig og voru komnir í 10-2 eftir um fjórar mínútur. Þegar fyrsti leikhluti var allur voru Haukar komnir í 21-14 og Þórsarar réðu illa við frábæran sóknarleik Hafnfirðinga.

Snemma í öðrum leikhluta settu Haukar nokkra þrista í röð og leikmenn Þórs komust ekki nógu nálægt boltamanninum. Um miðjan annan leikhluta voru gestirnir búnir að minnka muninn í eitt stig, voru heldur betur búnir að taka við sér og Haukar orðnir smeikir. Þá stigu heimamenn á bensíngjöfina og fóru með 7 stiga forystu inn í hálfleik líkt og eftir fyrsta leikhluta.

Munurinn var orðinn 11 stig eftir um eina mínútu í seinni hálfleik og augljóst hvaða lið var ákveðnara. Lítið gekk hjá Þórsurum í þriðja leikhluta. Þeir klúðruðu auðveldum færum og fengu á sig of ódýrar körfur. Mestur varð munurinn í þriðja leikhluta alls 15 stig. Þórsurum fannst það of mikið og minnkuðu muninn, niður í 5 stig, áður en leikhlutinn kláraðist. 

Eftir nokkrar mínútur í fjórða leikhluta var munurinn kominn í 10 stig og aftur misstu Þórsarar Haukana frá sér þegar útlit var fyrir að spenna væri að fást í leikinn. Þegar um þrjár mínútur voru eftir var munurinn kominn í 12 stig og leikurinn að fjara frá Þórsurum. Á endanum var sá munur of mikil því þeir náðu bara að minnka muninn niður í 7 stig fyrir lokaflautið.

Af hverju unnu Haukar?

Haukar hittu mun betur úr þriggja stiga skotunum í kvöld eða 41% á móti 28% nýtingu Þórs. Haukar tóku líka fleiri fráköst og voru heilt yfir betri á öllum sviðum. Þór vantaði þó oft lítið upp á til að komast almennilega inn í leikinn.

Hilmar Smári Henningsson var frábær í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Hverjir stóðu upp úr?

Besti leikmaður vallarins var Hilmar Smári Henningsson. Það héldu honum engin bönd og hvað eftir annað steig hann upp. Hann endaði á að skora 32 stig, taka 2 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar.

Daniel Mortensen var frábær á báðum endum vallarins, tók 11 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og endaði á að skora 15 stig.

Hjá Þór var Vincent Malik Shahid bestur en hann skoraði 18 stig, tók 5 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Þrátt fyrir það var hann langt frá sínu besta. 

Styrmir Snær Þrastarson hefur oft leikið betur þrátt fyrir að vera með 17 stig, taka 5 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Eflaust gerir hann betur í næsta leik.

Jordan Semple gerði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Hvað gekk illa?

Þór gekk illa að hirða fráköst þegar Haukar hittu ekki ofan í körfuna. Of oft náðu Haukar boltanum og fengu í kjölfarið ódýrar körfur. Það gerði gestunum frá Þorlákshöfn erfitt fyrir að komast almennilega inn í leikinn.

Hér vinnur, Alexander Óðinn Knudsen, eitt af fráköstum Hauka í kvöld.VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Hvað gerist næst?

Liðin mætast aftur 8.apríl kl 17:00 í Þorlákshöfn. 


Tengdar fréttir

„Þá komu þeir með stóran þrist sem slökkti vonarneistann í okkur

„Mér fannst Haukar eiga skilið að vinna þennan leik stærra. Við vorum sjálfum okkur ekki líkir. Það klikkaði andlega að vera með hausinn skrúfaðan á fannst mér. Vorum að einbeita okkur að hlutum sem við getum ekki stjórnað. Svo fannst mér við spila stundum ágætis vörn en þeir náðu alltaf að klára með sóknarfrákasti. Þannig við vorum ekki að klára vörnina okkar og náðum lítið að hlaupa í bakið á þeim," sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir 90-83 tap gegn Haukum á Ásvöllum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla.

„Þá komu þeir með stóran þrist sem slökkti vonarneistann í okkur"

„Mér fannst Haukar eiga skilið að vinna þennan leik stærra. Við vorum sjálfum okkur ekki líkir. Það klikkaði andlega að vera með hausinn skrúfaðan á fannst mér. Vorum að einbeita okkur að hlutum sem við getum ekki stjórnað. Svo fannst mér við spila stundum ágætis vörn en þeir náðu alltaf að klára með sóknarfrákasti. Þannig við vorum ekki að klára vörnina okkar og náðum lítið að hlaupa í bakið á þeim," sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, eftir 90-83 tap gegn Haukum á Ásvöllum í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla.

„Ef að þeir detta báðir út er eins gott að Hilmar hnoði alltaf í 30 stig

„Tölum bara hreina íslensku. Ég veit ekki hver staðan er á framlagshæsta leikmanni liðsins, hann er uppi á slysó. Ég veit ekki hver staðan er á kananum mínum. Ef að þeir detta báðir út er eins gott að Hilmar hnoði alltaf í 30 stig og ungu strákarnir þroskist á einhverjum met hraða til þess að við vinnum fleiri leiki í einvígínu," sagði Máté Dalmay, þjálfari Hauka, eftir sigur þeirra á móti Þór Þorlákshöfn í fyrsta leik þeirra í úrslitakeppni Subway-deildar karla.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira