Lífið

Hjör­var sigur­vegari eftir æsi­spennandi viður­eign

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Áhrifavaldarnir fjórir sem tefldu á mótinu njóta mikilla vinsælda í skákheiminum.
Áhrifavaldarnir fjórir sem tefldu á mótinu njóta mikilla vinsælda í skákheiminum. Vísir

Hjörvar Steinn Grétarsson er sigurvegari skákmótsins Ísland gegn áhrifavöldunum, útsláttarhraðskákmóti sem fram fór í dag.

Í tilefni af alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu Reykjavík Open, sem kláraðist í dag, var ákveðið að blása til lokaveislu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Keppendur mótsins voru átta talsins, fjórir komu erlendis frá og fjórir frá Íslandi. Íslensku keppendurnir voru Hjörvar Steinn Grétarsson, Alexander Domalchuk, Hilmir Freyr Heimisson og nýjasti stórmeistari Íslands, Vignir Vatnar Stefánsson.

Erlendu keppendurnir voru breski stórmeistarinn Simon Williams, bandaríski alþjóðameistarinn Eric Rosen, kanadíski skákáhrifavaldurinn, eða skákhrifavaldurinn, Alexandra Botez sem er FIDE-meistari kvenna, líkt og hin sænska Anna Cramling sem einnig tefldi á mótinu. Þau eru í hópi vinsælustu „skákhrifavalda“ eða skákstreymara heims.

Eins og fyrr segir bar Hjörvar Steinn sigur úr býtum. Hann keppti á móti stórmeistaranum Vigni Vatnari og vann mótið eftir öruggan sigur í seinni skákinni gegn Vigni.

Hægt er að lesa beina textalýsingu af skákmótinu hér.


Tengdar fréttir

Bein út­sending: Ís­land gegn á­hrifa­völdunum

Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, klárast í dag og í tilefni af því verður blásið til lokaveislu í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Útsláttarhraðskáksmót sem ber yfirskriftina Ísland gegn áhrifavöldunum hefst klukkan 15:30. Einnig er vakt neðst í fréttinni þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×