Fótbolti

Sjáðu mögnuð sigur­mörk Hollands og Sví­þjóðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Holland skoraði þrjú mörk gegn Portúgal í gær.
Holland skoraði þrjú mörk gegn Portúgal í gær. Rico Brouwer/Getty Images

Tveir hörkuleikir fóru fram á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gær. Holland vann dramatískan 3-2 sigur á Portúgal og Svíþjóð vann nauman 2-1 sigur á Austurríki.

Damaris Egurolla kom Hollandi yfir eftir aðeins sjö mínútna leik gegn Portúgal með frábæru skallamarki eftir hornspyrnu Sherida Spitse frá vinstri. Staðan orðin 1-0 og hún varð 2-0 ekki löngu síðar.

Stephanie van der Gragt skoraði annað markið með skalla af stuttu færi eftir að Portúgal gat ekki komið boltanum frá eigin marki eftir hornspyrnu Spitse.

Carole Costa minnkaði muninn skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu en dómari leiksins tók sér góðan tíma í að skoða atvikið í skjánum á hliðarlínunni. Á endanum var vítaspyrnu dæmd og Portúgal komst inn í leikinn.

Staðan var 2-1 í hálfleik en strax í upphafi þess síðari var staðan orðin 2-2. Holland náði ekki að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu. Boltinn rataði til Costa á hægri vængnum sem átti gullfallega fyrirgjöf á kollinn á Diöna Silva og staðan orðin jöfn.

Holland hélt það hefði tekið forystuna á nýjan leik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Myndbandsdómarinn tók sér góðan tíma í að skoða marki og á endanum fór flaggið á loft.

Sigurmarkið kom hins vegar þegar rúm klukkustund var liðin. Danielle van de Donk með hamar utan af velli og staðan orðin 3-2. Reyndust það lokatölur og Holland komið með fjögur stig í C-riðli á meðan Portúgal er aðeins með eitt.

Eftir markalausan fyrri hálfleik í leik Svíþjóðar og Sviss þá kom Fridolina Rolfö sínu liði yfir eftir glæsilegt samspil.

Sviss jafnaði hins vegar um hæl. 

Ungstirnið Hanna Bennison steig hins vegar upp og tryggði Svíum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur með frábæru skoti þegar tólf mínútur voru til leiksloka.

Lokatölur 2-1 og Svíþjóð með fjögur stig að loknum tveimur leikjum líkt og Holland á meðan Portúgal og Sviss eru aðeins með eitt stig.


Tengdar fréttir

Evrópumeistararnir unnu Portúgal þrátt fyrir endurkomu Portúgala

Portúgalar komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Sviss í fyrstu umferð og aftur komu Portúgalar til baka gegn Hollendingum að hafa lent tveimur mörkum undir. Það dugði þó ekki til í dag þar sem Holland vann 3-2 sigur í seinni leik dagsins á EM í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×