Fótbolti

Víkingur mætir liði frá Wa­les í Sam­bands­deildinni

Atli Arason skrifar
Víkingar þurfa að ferðast til Bretlands í Sambandsdeildinni.
Víkingar þurfa að ferðast til Bretlands í Sambandsdeildinni. Vísir/Hulda Margrét

Víkingur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagt 6-5 tap gegn sænska stórliðinu Malmö. Víkingar fara því næst í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem næsti mótherji er The New Saints frá Wales.

The New Saints, eða TNS, tapaði sinni viðureign gegn Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið tvö mörk á sig í uppbótatíma síðari hálfleiks.

TNS urðu velskir meistarar á síðasta tímabili og hafa alls unnið velsku Cymru-deildina 10 sinnum á síðustu 13 árum.

Leikur liðanna verður í annari umferð af forkeppni Sambandsdeildarinnar en alls eru þrjár umferðir af forkeppni ásamt einni umferð af umspili áður en riðlakeppnin sjálf hefst. Fari svo að Víkingur slái velska liðið úr leik þurfa þeir því einnig að vinna næstu tvö mótherja til að komast í riðlakeppnina.

Breiðablik og KR leika á morgun sínar seinni viðureignir í fyrstu umferð af forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Fyrri leikur Víkings og The New Saints fer fram fimmtudaginn 21. júlí í Víkinni en síðari viðureign liðanna verður á Park Hall í Oswestry þann 28. júlí.


Tengdar fréttir

„Ég bað um frammistöðu sem yrði okkur til sóma og ég fékk hana“

„Er í fyrsta lagi stoltur af mínum drengjum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings eftir ótrúlegt 3-3 jafntefli við Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fer áfram með 6-5 sigri samanlagt en Íslands- og bikarmeistarar Víkings gáfu sænsku meisturunum heldur betur leik, og einvígi.

Mörkin: Karl Frið­leifur skoraði tvö er Víkingur skaut Mal­mö skelk í bringu

Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar er Víkingur og Malmö gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fór áfram með 6-5 sigri samanlegt en Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir tvo frábæra leiki. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærdagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×