Fótbolti

EM í dag: Ítalir eru með hörku lið

Atli Arason skrifar
Björn Sigurbjörnsson, Sólveig Björnsdóttir og Svara Kirstín Grétarsdóttir fóru yfir mál málanna á EM í dag.
Björn Sigurbjörnsson, Sólveig Björnsdóttir og Svara Kirstín Grétarsdóttir fóru yfir mál málanna á EM í dag. /Vísir

Svava Kristín Grétarsdóttir tók stöðuna á fjölskyldu Sifjar Atladóttur í undirbúningi fyrir næsta leik landsliðsins í nýjasta þætti af EM í dag.

Svava spjallaði við Björn Sigurbjörnsson, þjálfara Selfoss og eiginmann Sifjar. Fóru þau meðal annars yfir liðin á mótinu sem og 8-0 stórsigur Englands á Noregi á mánudaginn.

Næsti leikur Íslands er gegn Ítalíu á morgun. Ítalir töpuðu illa gegn Frökkum í fyrsta leik sínum á mótinu, 5-1.

„Ítalir sköpuðu sér býsna góð færi og fengu fyrsta almennilega færið í leiknum. Þessi úrslit spegla ekki sannleikann um hversu gott ítalska liðið er. Þetta er hörku lið,“ sagði Björn en hann telur sig vita hvar veikleikar Ítala liggja.

„Þær eru taktískar í sínum leik en eru með miðverði sem eru misjafnlega góðar á boltanum. Það þarf að pressa vel á aðra þeirra. Það er kannski helsti veikleiki þeirra þó þær séu mjög góðir varnarmenn. Mér fannst það á Óla [Inga Skúlasyni] eins og það væri líklegt að þær myndu herja á aðra þeirra,“ sagði Björn.

Svava ræddi einnig við Sólveigu Björnsdóttur, dóttur þeirra Björns og Sifjar sem spáði Íslandi 2-0 sigri gegn Ítalíu. Nýjasta þátt af EM í dag má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag: Ítalir eru með hörku lið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×