Innlent

Rósa Guðbjarts býður sig fram í formann Sambands íslenskra sveitarfélaga

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir.
Rósa Guðbjartsdóttir. aðsend

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnafjarðar, hefur gefið kost á sér til formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nýr formaður sambandsins verður kjörinn í ágúst næstkomandi.

Rósa hefur gegnt embætti bæjarstjóri Hafnarfjarðar undanfarin fjögur ár. Hún var áður formaður bæjarráðs og fræðsluráðs og bæjarfulltrúi frá árinu 2006. Rósa var jafnframt formaður stjórnar SSH, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árin 2018 -2020.

„Tel ég að reynsla mín og fyrri störf komi að góðum notum innan stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og fyrir þá mikilvægu starfsemi sem fram fer á sameiginlegum vettvangi sveitarfélaga,“ segir í tilkynningu frá Rósu.

Þar segist hún vilja leggja áherslu á frekari uppbyggingu í húsnæðismálum, mörkun sameiginlegrar stefnu ríkis og sveitarfélaga í málefnum og þjónustu við eldra fólk, úrgangs- og umhverfismál og, menntun og farsæld barna. Að auki nefnir hún stafræna þróun sveitarfélaga í þjónustu við íbúa og vill að lagðar verði fram nýjar tillögur um kostnaðarskiptingu rikis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðs fólks.


Tengdar fréttir

Formaðurinn vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir nauðsynlegt að sveitarfélög á Íslandi sameinist enn frekar og mögulega verði kosið um sameiningu einhverja sveitarfélaga á árinu. Aldís vill líka sjá öll sveitarfélög í Árnessýslu sameinast í eitt sveitarfélag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×