Fótbolti

Annað á­fall Hollendinga: Sú marka­hæsta með veiruna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Vivianne Miedema missir af leik Hollands í dag.
Vivianne Miedema missir af leik Hollands í dag. EPA-EFE/TIM KEETON

Það ætlar ekki af Hollendingum að ganga á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Í fyrsta leik mótsins meiddist aðalmarkvörður liðsins, sem er einnig fyrirliði. Hún verður ekki meira með og nú er ljóst aðVivianne Miedema, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins missir að lágmarki af næsta leik.

Hin 25 ára gamla Miedema er þrátt fyrir ungan aldur markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins með 94 mörk í 112 leikjum. 

Ásamt fyrirliðanum, og markverðinum, Sari van Veenendaal þá er miðjumaðurinn Jackie Groenen einnig frá en hún líkt og Miedema er í einangrun eftir að hafa greinst með veiruna. Þetta eru því miður ekki einu smit mótsins til þessa en nokkrir leikmenn hafa nú greinst.

Holland á því verðugt verkefni fyrir höndum sér er liðið mætir Sviss síðar í dag en bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu leikjum sínum í C-riðli Evrópumótsins. Sviss gegn Portúgal og Holland gegn Sviss.

Þar sem engar reglur eru um fjölda daga í einangrun eftir smit þá vonast Hollendingar til að Miedema verði búin að ná sér fyrir lokaleik riðlakeppninnar gegn Sviss þann 17. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×