Erlent

Spilavítum Macau lokað vegna kórónuveirunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Spilavítin skapa Macau gríðarlegar tekjur.
Spilavítin skapa Macau gríðarlegar tekjur. epa/Alexandar Plavevski

Yfirvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Macau hafa ákveðið að loka öllum spilavítum á eyjunni í fyrsta sinn í rúm tvö ár til að reyna að hafa hemil á nýrri bylgju kórónuveirunnar.

Bylgjan nú er sú stærsta sem riðið hefur yfir í Macau, sem kalla má miðpunkt skemtanalífs í Kína en veltan á spilavítunum þar er orðin mun meiri en í Las Vegas í Bandaríkjunum og raunar sú mesta í heiminum. 

Um þrjátíu spilavítum hefur verið lokað í eina viku frá og með deginum í dag og hefur íbúum á svæðinu verið skipað að halda sig heima. 

Lögregla mun fylgjast vel með að reglum verði fylgt og hörð viðurlög eru við því að brjóta reglurnar. 

Aðeins má hafa opið á stöðum sem veita nauðsynlega þjónustu á borð við spítala, matvöruverslanir og apótek.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×