Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2022 12:19 Ferðamenn streyma nú til landsins í stórum stíl. Margir ætla sér að ferðast vítt og breytt um landið en færri vita af almenningssamgöngum hér á landi. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. Lærir tungumál þess lands sem vinnur Eurovision Louise er forfallinn Eurovision aðdáandi og segist hafa tekið það upp hjá sér að læra tungumál þess lands sem sigrar Eurovision á hverju ári. Eins og allir vita átti Ísland að sigra keppnina 2020, þegar Daði Freyr var efstur í veðbönkum áður keppnin var blásin af vegna veirunnar. Hún hefur því reynt eins og hún getur að ná tökum á íslenskunni fram að ferðalaginu hingað til lands og mun eyða næstu viku í Reykjavík. Varðandi samgöngur sagðist Louise meðvituð um Strætó. „Ég gat samt hvergi séð hvar hægt væri að ná einum slíkum. Ég leitaði á Google earth í gærkvöldi áður en ég lagði í hann en sá hvergi stoppustöð þannig ég gafst upp á því og keypti mér bara miða í flugrútuna.“ Hún segist myndu taka Strætó jafnvel þótt hann tæki sér lengri tíma í að koma sér á leiðarenda. „Það er væntanlega ódýrara og sennilega áhugaverðara að fá kynnast almenningssamgöngum frekar en að taka bara sérstaka túristarútu." „Ef það voru einhverjar merkingar fyrir Strætó þá sá ég þær að minnsta kosti ekki“ sagði Louise jafnframt. „Það skrýtna var að í flugvélinni kom tilkynning um að ef fólk vildi kaupa rútumiða til borgarinnar væri það hægt hjá flugfreyjum og þjónum. Þegar þau komu virtust þau samt reyna að bægja mér frá því að kaupa miða af þessum fyrirtækjum.“ Louise mun eyða næstu dögum í Reykjavík til að kynnast menningu og máli landsins.Vísir/Vilhelm Hún er ein á ferð og ætlar að kynnast íslenskri menningu og tungumálinu, eins og áður sagði. Hún starfar sjálf í vísindageiranum en tungumál eru hennar ær og kýr. Hún talar frönsku þar sem hún var búsett í Frakklandi um árabil, en einnig talar hún hollensku og ítölsku. Á síðasta ári hóf hún svo að læra íslensku og nú er hún komin stutt á leið með úkraínsku. Að lokum kvaddi Louise fréttamann á okkar ástkæra, ylhýra og sagðist halda nú til Reykjavíkur. Leiðsögumaður sem fann engar leiðbeiningar Lisa kom til Íslands til að leiðsegja ferðamönnum í hvalaskoðunarferðum. Hún hefur áður búið á Íslandi en segist ekki hafa náð almennilegum tökum á erfiðri íslenskunni, enn sem komið er. Hún hefur ýmist leigt bíl eða tekið flugrútuna á leið sinni til Reykjavíkur og um landið. „26 evrur fyrir staka rútuferð er svolítið mikið og ég held að það sé engin almennileg samkeppni, það er vandamálið,“ sagði Lisa. Lisa mun leiðsegja ferðamönnum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Hún hafði enga hugmynd um Strætóstoppustöðina á Kjóavelli. „Í hreinskilni sagt hefði ég haldið að strætóferð til Reykjavíkur, hvar sem það nú væri, myndi taka heila eilífð. Mörg óþörf stopp og sennilega strjálar ferðir.“ Aukinheldur segist hún ekki hafa séð neinar merkingar um Strætó á vellinum. Varðandi verðlagið segist Lisa hafa skilning á því þar sem launin séu almennt hærri. „Maturinn er fáránlega dýr, en þetta er kannski ekki svo einstrengingslegt þar sem laun, skattar og önnur gjöld spila inn í en húsnæði er líka sturlað.“ Lisa er mjög hrifin af hálendinu en tekur fram að veðrið valdi henni oft vonbrigðum og hún sé núna tilbúin í heilt sumar af eintómri rigningu. „Veit það ekki, ég var bara að mæta“ Eli og Harriet komu frá Pamplona á norður Spáni. Þau sögðust ekki hafa kynnt sér almennilega ferðamöguleika til Reykjavíkur, eða um landið almennt en tóku flugrútuna þar sem hún lá beinast við. Eli og Harriet munu vinna við húshjálp í sumar.Vísir/Vilhelm „Miðað við Spán þá er þetta strax dýrara. Við vorum samt búin undir þetta verðlag“ sagði parið sem mun starfa við húshjálp næstu mánuði og ferðast um landið – svo lengi sem það mun endast. Lengi ætlað að koma Paul og Vanessa komu frá Bournemouth í Englandi. Þau eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn en höfðu lengi haft í hyggju að koma hingað. Þau höfðu kynnt sér ferðamöguleika gaumgæfilega fyrir komuna. „Verðið er auðvitað svolítið sjokk en við höfðum samt heyrt af því. Verðið, veðrið og náttúran er það sem fólk hefur nefnt við okkur sem hefur heimsótt Ísland." Vanessa og Paul sögðust hafa lengi ætlað sér að heimsækja landið.Vísir/Vilhelm Þau ætla sér að njóta nætursólarinnar og munu fara í nokkrar skipulagðar ferðir. Jöklarnir og fossarnir eiga síðan hug þeirra allan. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Lærir tungumál þess lands sem vinnur Eurovision Louise er forfallinn Eurovision aðdáandi og segist hafa tekið það upp hjá sér að læra tungumál þess lands sem sigrar Eurovision á hverju ári. Eins og allir vita átti Ísland að sigra keppnina 2020, þegar Daði Freyr var efstur í veðbönkum áður keppnin var blásin af vegna veirunnar. Hún hefur því reynt eins og hún getur að ná tökum á íslenskunni fram að ferðalaginu hingað til lands og mun eyða næstu viku í Reykjavík. Varðandi samgöngur sagðist Louise meðvituð um Strætó. „Ég gat samt hvergi séð hvar hægt væri að ná einum slíkum. Ég leitaði á Google earth í gærkvöldi áður en ég lagði í hann en sá hvergi stoppustöð þannig ég gafst upp á því og keypti mér bara miða í flugrútuna.“ Hún segist myndu taka Strætó jafnvel þótt hann tæki sér lengri tíma í að koma sér á leiðarenda. „Það er væntanlega ódýrara og sennilega áhugaverðara að fá kynnast almenningssamgöngum frekar en að taka bara sérstaka túristarútu." „Ef það voru einhverjar merkingar fyrir Strætó þá sá ég þær að minnsta kosti ekki“ sagði Louise jafnframt. „Það skrýtna var að í flugvélinni kom tilkynning um að ef fólk vildi kaupa rútumiða til borgarinnar væri það hægt hjá flugfreyjum og þjónum. Þegar þau komu virtust þau samt reyna að bægja mér frá því að kaupa miða af þessum fyrirtækjum.“ Louise mun eyða næstu dögum í Reykjavík til að kynnast menningu og máli landsins.Vísir/Vilhelm Hún er ein á ferð og ætlar að kynnast íslenskri menningu og tungumálinu, eins og áður sagði. Hún starfar sjálf í vísindageiranum en tungumál eru hennar ær og kýr. Hún talar frönsku þar sem hún var búsett í Frakklandi um árabil, en einnig talar hún hollensku og ítölsku. Á síðasta ári hóf hún svo að læra íslensku og nú er hún komin stutt á leið með úkraínsku. Að lokum kvaddi Louise fréttamann á okkar ástkæra, ylhýra og sagðist halda nú til Reykjavíkur. Leiðsögumaður sem fann engar leiðbeiningar Lisa kom til Íslands til að leiðsegja ferðamönnum í hvalaskoðunarferðum. Hún hefur áður búið á Íslandi en segist ekki hafa náð almennilegum tökum á erfiðri íslenskunni, enn sem komið er. Hún hefur ýmist leigt bíl eða tekið flugrútuna á leið sinni til Reykjavíkur og um landið. „26 evrur fyrir staka rútuferð er svolítið mikið og ég held að það sé engin almennileg samkeppni, það er vandamálið,“ sagði Lisa. Lisa mun leiðsegja ferðamönnum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Hún hafði enga hugmynd um Strætóstoppustöðina á Kjóavelli. „Í hreinskilni sagt hefði ég haldið að strætóferð til Reykjavíkur, hvar sem það nú væri, myndi taka heila eilífð. Mörg óþörf stopp og sennilega strjálar ferðir.“ Aukinheldur segist hún ekki hafa séð neinar merkingar um Strætó á vellinum. Varðandi verðlagið segist Lisa hafa skilning á því þar sem launin séu almennt hærri. „Maturinn er fáránlega dýr, en þetta er kannski ekki svo einstrengingslegt þar sem laun, skattar og önnur gjöld spila inn í en húsnæði er líka sturlað.“ Lisa er mjög hrifin af hálendinu en tekur fram að veðrið valdi henni oft vonbrigðum og hún sé núna tilbúin í heilt sumar af eintómri rigningu. „Veit það ekki, ég var bara að mæta“ Eli og Harriet komu frá Pamplona á norður Spáni. Þau sögðust ekki hafa kynnt sér almennilega ferðamöguleika til Reykjavíkur, eða um landið almennt en tóku flugrútuna þar sem hún lá beinast við. Eli og Harriet munu vinna við húshjálp í sumar.Vísir/Vilhelm „Miðað við Spán þá er þetta strax dýrara. Við vorum samt búin undir þetta verðlag“ sagði parið sem mun starfa við húshjálp næstu mánuði og ferðast um landið – svo lengi sem það mun endast. Lengi ætlað að koma Paul og Vanessa komu frá Bournemouth í Englandi. Þau eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn en höfðu lengi haft í hyggju að koma hingað. Þau höfðu kynnt sér ferðamöguleika gaumgæfilega fyrir komuna. „Verðið er auðvitað svolítið sjokk en við höfðum samt heyrt af því. Verðið, veðrið og náttúran er það sem fólk hefur nefnt við okkur sem hefur heimsótt Ísland." Vanessa og Paul sögðust hafa lengi ætlað sér að heimsækja landið.Vísir/Vilhelm Þau ætla sér að njóta nætursólarinnar og munu fara í nokkrar skipulagðar ferðir. Jöklarnir og fossarnir eiga síðan hug þeirra allan.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið Fleiri fréttir Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00