Handbolti

Jóhannes Berg í FH

Atli Arason skrifar
Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Jóhannes Berg Andrason, nýjasta viðbót liðsins.
Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Jóhannes Berg Andrason, nýjasta viðbót liðsins. FH

Jóhannes Berg Andrason hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Jóhannes, sem er 19 ára, skiptir yfir til FH úr uppeldisfélagi sínu Víkingi Reykjavík. Jóhannes ætti þó ekki að vera ókunnugur í Hafnarfirði þar sem faðir hans, Andri Berg Haraldsson, lék um árabil með FH.

Jóhannes er örvhent skytta og skoraði 99 mörk í 22 leikjum í Olís-deildinni á tímabilinu en Víkingur endaði í 12. og neðsta sæti deildarinnar.

„Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samkomulagi við Jóhannes Berg um að leika með FH næstu árin. Jóhannes Berg er virkilega öflug skytta og frábær varnarmaður sem hefur sýnt sig og sannað í Olís-deildinni í vetur þrátt fyrir ungan aldur. Jóhannes Berg er ungur og metnaðarfullur leikmaður sem ætlar sér langt. Hann hefur verið að leika stórt hlutverk í yngri landsliðum undanfarin ár og mun styrkja FH liðið. Við hlökkum mikið til að sjá hann blómstra í FH treyjunni næstu árin“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins.

Jóhannes er ekki eini ungi og efnilegi leikmaðurinn sem FH hefur fengið til sín fyrir næsta tímabil í Olís-deildinni því Einar Bragi Aðalsteinsson mun einnig leika með Hafnfirðingum á næsta leiktímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×