Neytendur

Sláturfélag Suðurlands innkallar Twix og Bounty ís

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hluti umbúða varanna sem um ræðir.
Hluti umbúða varanna sem um ræðir.

Sláturfélag Suðurlands, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Twix og Bounty ís.

Ástæða innköllunar er sú að varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á innihaldsefni sem síðan var notað við framleiðslu á ísunum. Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að ethylene oxíð hafi ekki bráða eiturvirkni en efnið hefur erfðaeituráhrif, getur skaðað erfðaefnið, og getur því haft skaðleg áhrif á heilsu.

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreind matvæli eru beðnir um að neyta þeirra ekki og farga.

Upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við má sjá að neðan.


Vörumerki: Twix

Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31-08-2022

Lotunúmer: 038E1DOE01

Geymsluskilyrði: Frystivara

Framleiðandi: Mars Wrigley

Vörumerki: Bounty

Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 31-07-2022

Lotunúmer: 031F3DOE02

Geymsluskilyrði: Frystivara

Framleiðandi: Mars Wrigley

Dreifing:

Twix:

Extra Ice Akureyri/Skeljungur hf.

Extra Ice Keflavík/Skeljungur hf.

Fjarðarkaup

Hagkaup

Heimkaup

Herðubreið Seyðisfirði

Ísbúðin Háaleiti

Kaupfélag Skagfirðinga/Sauðárkróki

Kaupfélag V-Hún K.H. Hvammstanga

Ungó

Bounty:

Extra Ice Akureyri/Skeljungur hf.

Extra Ice Keflavík/Skeljungur hf.

Eyjarfjarðarsveit sundlaugar

Fjarðarkaup

Hagkaup

Herðubreið Seyðisfirði

Heimkaup

Ísbúðin Háaleiti

Ísbúðin Akureyri Geislagötu

Kaupfélag Skagfirðinga/Sauðárkróki

Kaupfélag V-hún K.H. Hvammstanga

Kauptún ehf. Vopnafjörður

Olís básinn Keflavík





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×