Lífið

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Elísabet Hanna skrifar
Christina Ricci, Catherine Zeta Jones og Jenna Ortega fara allar með hlutverk í þáttunum.
Christina Ricci, Catherine Zeta Jones og Jenna Ortega fara allar með hlutverk í þáttunum. Samsett/David Livingston/Rich Fury/Jeremy Chan

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Skemmtilegir leikarar

Jenna Ortega hefur sést á skjánum meðal annars í Netflix þáttunum You, fjölskyldumyndinni Yes day og Jane the virgin. Catherine Zeta-Jones mun fara með hlutverk Morticia Addams og Luis Guzmán mun leika Gomez Addams.

Tim Burton er þekktur fyrir fyrir sinn einstaka stíl og hefur meðal annars leikstýrt myndum á borð við Edward Scissorhands, Beetlejuice, Charlie and the Chocolate Factory, Corpse bride og Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street.

Tim Burton er þekktur fyrir sinn einstaka stíl.Getty/Vittorio Zunino Celotto

Vampírur, varúlfar og sírenur

Þættirnir munu fylgja Wednesday þar sem hún fer í heimavistaskóla og kynnist nýju fólki og verum og lærir um leyndarmál sem tengjast fjölskyldunni hennar. Vampírur, varúlfar og sírenur munu koma við sögu. 

Undirskriftalisti aðdáenda

Christina Ricci sem lék Wednesday Addams á sínum tíma mun einnig snúa aftur í þáttunum og eru aðdáendur fjölskyldunnar sáttir með það eftir að þeir stofnuðu undirskriftarlista þegar þættirnir voru fyrst tilkynntir. Það er enn óljóst með hvaða hlutverk leikkonan mun fara en er það ný persóna sem ekki hefur sést í fjölskyldunni áður. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×