Viðskipti innlent

Keyptu Her­kastalann á hálfan milljarð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Hjálpræðisherinn var áður til húsa í Herkastalanum.
Hjálpræðisherinn var áður til húsa í Herkastalanum. Vísir

Íslenskt-víetnamskt fjölskyldufyrirtæki hefur keypt Herkastalann svokallaða við Kirkjustræti tvö á hálfan milljarð íslenskra króna. Til stendur að reka hótel og veitingastað í húsinu.

Herkastalinn var byggður árið 1916 og eru rúmir 1400 fermetrar að stærð. Í kaupsamningi er húsinu lýst sem steinsteyptu gistihúsi á fjórum hæðum auk kjallara og rislofts. 

Seljandi Herkastalans er félagið Kastali fasteignafélag ehf. sem er í eigu sjóðs í rekstri hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Fasteignafélagið keypti húsið á 630 milljónir árið 2016.

Hinir nýju eigendur hyggjast reka hótel og veitingastað í Herkastalanum. Húsið verður endurnýjað „í samræmi við nútímakröfur“ en haldið í upprunalegt útlit og skipulag. 

Í tilkynningu frá kaupanda segir að á jarðhæð verði móttaka og veitingasala auk þess sem veislusalur hússins verði notaður undir veitingastarfsemi, viðburði og þjónustu.


Tengdar fréttir

Hjálpræðisherinn stefnir á opnun á nýjum stað eftir helgi

Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonar að hægt verði að hefja starfsemi í nýjum herkastala strax eftir helgi. Mikil þörf sé á þjónustu við þá sem minnst megi sín en reiknað sé með að allt að átta hundruð manns sæki þjónustu til hersins í viku hverri.

Herkastalinn seldur til hulduhóps

Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×