Erlent

Taka þökin af turnum Dóm­kirkjunnar í Lundi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill fjöldi fólks fylgdist með framkvæmdinni í gær. Reikna má með öðru eins þegar þak syðri turnsins verður fjarlægður í dag.
Mikill fjöldi fólks fylgdist með framkvæmdinni í gær. Reikna má með öðru eins þegar þak syðri turnsins verður fjarlægður í dag. EPA

Þak nyrðri turns Dómkirkjunnar í Lundi var fjarlægt með stórum krana í gær en framundan eru endurbætur á kirkjunni sem nú er klædd er stillönskum. Mikill fjöldi fólks kom saman til að fylgjast með framkvæmdinni.

Alls tók um þrettán mínútur að koma þakinu niður á jörðina frá því að því var lyft af turninum. Til stendur að fjarlægja blýklæðingu þaksins og koma á ryðfrírri tinklæðningu.

Keilulaga þökin munu næsta árið hvíla á jörðinni vegna framkvæmdanna og verður svæðið umhverfis lokað. Mikill fjöldi Íslendinga býr í Lundi sem er háskólabær skammt frá Malmö á Skáni. Dómkirkjan er helsta kennileiti bæjarins.

Turnar dómkirkjunnar tóku á sig sína núverandi mynd milli 1860 og 1880 og var blýklæðningunni fyrst komið á á árunum 1908 til 1911. Nokkrum sinnum hefur þurft að endurnýja klæðninguna frá þeim tíma.

Þak syðri turnsins verður svo komið niður á jörðina síðar í dag.

EPA

EPA

Kirkjan í allri sinni dýrð.Getty

Tengdar fréttir

Gríðarleg fækkun Íslendinga á Kjammanum í Lundi

Fyrir fimm árum var vart þverfótað fyrir Íslendingum í stúdentahverfinu við Kämnärsvägen í háskólabænum Lundi í Svíþjóð. En eftir að barnaforgangur í stúdentaíbúðir var afnuminn heyrir nú til undantekninga að rekast á Íslending í hverfinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×