Lífið

Will Butler kveður Arcade Fire

Elísabet Hanna skrifar
Will Butler er að kveðja Aracde fire eftir tuttugu ár saman.
Will Butler er að kveðja Aracde fire eftir tuttugu ár saman. Getty/Shirlaine Forrest

Will Butler sem var í Arcade Fire hefur yfirgefið hljómsveitina. Hann segir ástæðu þess einfaldlega vera að hann hafi breyst líkt og hljómsveitin sjálf síðustu tuttugu árin frá því að þau byrjuðu að spila saman. Hann segir nýja og spennandi hluti vera framundan.

Hann segir hljómsveitina enn vera vini sína og fjölskyldu og virðist allt leika í lyndi hjá þeim en bróðir hans Win Butler stofnaði hljómsveitina. Will gefur til kynna að hann sé að vinna að nýrri plötu og öðrum verkefnum sem séu væntanleg. 

„Hæ vinir, ég er hættur í Arcade fire,“

sagði Will í yfirýsingu á Twitter. Hann segist hafa hætt í lok síðasta árs eftir að þau hafi klárað plötuna WE sem er væntanleg í maí og verður sjötta plata hljósveitarinnar. Hann þakkar öllum stuðninginn í gegnum árin, bæði aðdáendum og þeim sem komu að gerð tónlistarinnar. 


Tengdar fréttir

Arcade Fire með tónleika á Íslandi í sumar

Kanadíska sveitin Arcade Fire mun halda tónleika í Laugardalshöllinni þann 21.ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HR. Örlygi sem flytur sveitina inn til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×