Fótbolti

Elías hand­leggs­brotinn og frá út tíma­bilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson heldur um vinstri handlegginn sem brotnaði í leiknum gegn Silkeborg í gær.
Elías Rafn Ólafsson heldur um vinstri handlegginn sem brotnaði í leiknum gegn Silkeborg í gær. getty/Lars Ronbog

Elías Rafn Ólafsson leikur ekki meira með Midtjylland á tímabilinu eftir að hafa handleggsbrotnað í leik gegn Silkeborg í gær.

Elías fór meiddur af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka og var settur í gifs. Midtjylland greindi frá því í dag að hann hefði handleggsbrotnað og myndi ekki spila meira á tímabilinu.

Vegna meiðslanna þurfti Elías að draga sig út úr landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Spáni síðar í þessum mánuði. Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var kallaður inn í hópinn í stað Elíasar.

Midtjylland vann leikinn gegn Silkeborg í gær, 0-1. Liðið endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og fer í úrslitakeppni sex liða um meistaratitilinn.

Elías lék fjórtán deildarleiki með Midtjylland á tímabilinu. Hann skrifaði undir langtíma samning við félagið í lok síðasta árs og er hugsaður sem framtíðarmarkvörður Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×