Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2022 21:01 Mæðgurnar ætla að snúa aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur. Vísir/Einar Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira