Fótbolti

Ísak sá rautt en Sævar skoraði í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sævar Atli Magnússon skoraði annað mark Lyngby í kvöld, en Freyr Alexanderson þjálfar liðið.
Sævar Atli Magnússon skoraði annað mark Lyngby í kvöld, en Freyr Alexanderson þjálfar liðið. Mynd/Lyngby

Sævar Atli Magnússon og félagar hans í Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar unnu öruggan 3-0 útisigur gegn Ísaki Óla Ólafssyni og félögum hans í Lyngby í dönsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sævar Atli skoraði fyrir Lyngby, en Ísak fékk að fara snemma af velli í liði Esbjerg.

Adam Sorensen kom gestunum í Lyngby í forystu á 36. mínútu. Aðeins mínútu síðar koma Ísak Óli félögum sínum í vandræði þegar hann lét reka sig af velli með beint rautt spjald. Heimamenn í Esbjerg þurftu því að leika manna í færri í tæplega klukkutíma.

Gestirnir nýttu sér liðsmuninn og þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka tvöfaldaði Sævar Atli Magnússon forystu gestanna. Það var svo Pascal Gregor sem gulltryggði 3-0 sigur Lyngby á 77. mínútu.

Lyngby situr nú í öðru sæti deildarinnar með 43 stig eftir 22 leiki, átta stigum minna en topplið Helsingor. Esbjerg situr hins vegar í tíunda sæti deildarinnar með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×