Fótbolti

Hilmir Rafn kominn á blað í Noregi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hilmir Rafn tryggði sínum mönnum stig í dag.
Hilmir Rafn tryggði sínum mönnum stig í dag. Kristiansund

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði mark Kristiansund þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Ham/Kam í norsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hilmir Rafn er þar með kominn á blað en þetta var hans fyrsta mark á tímabilinu.

Hinn tvítugi Hilmir Rafn leiddi línu Kristiansund í dag og skoraði mark sitt á 29. mínútu. Hann var tekinn af velli á 78. mínútu. 

Brynjólfur Andersen Willumsson spilaði allan leikinn í liði heimamanna og nældi sér í gult spjald. Í liði gestanna kom Viðar Ari Jónsson inn af bekknum strax á 12. mínútu. Brynjar Orri Bjarnason sat á bekknum.

Kristiansund er í 7. sæti með 9 stig að loknum sex leikjum. HamKam er á sama tíma í 15. sæti, því næstneðsta, með þrjú stig.

Júlíus Magnússon lék allan leikinn þegar Fredrikstad vann 2-0 útisigur á Odd. Þá töpuðu lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Haugesund 0-1 á heimavelli gegn KFUM Ósló og Logi Tómasson lék allan leikinn í liði Stromsgodset sem tapaði 1-0 gegn Bodo/Glimt.

Fredrikstad er í 4. sæti með 11 stig, Stromsgodset sæti neðar með 10 stig en Haugesund í 13. sæti með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×