Erlent

Jussi­e Smollett laus úr fangelsi

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Jussie Smollett yfirgaf fangelsið í Cook sýslu í gærkvöldi. 
Jussie Smollett yfirgaf fangelsið í Cook sýslu í gærkvöldi.  AP/Rex Arbogast

Banda­ríska leikaranum Jussi­e Smollett hefur verið sleppt úr fangelsi meðan hann bíður niður­stöðu á­frýjunar í máli sínu en hann var í síðustu viku dæmdur í 150 daga ó­skil­orðs­bundið fangelsi og 30 daga skil­orðs­bundið fangelsi fyrir að hafa svið­sett árás á sjálfan sig árið 2019.

Að því er kemur fram í frétt New York Times úr­skurðaði á­frýjunar­dóm­stóll í Chi­cago í gær­kvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lög­menn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði lík­legast búinn að af­plána dóm sinn áður en niður­staða á­frýjunar lægi fyrir.

Sak­sóknarar gagn­rýndu þau rök og sögðu það skapa hættu­legt for­dæmi að fresta af­plánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við á­frýjunar­dóm­stólinn voru þó sam­mála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér of­beldi.

Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett

Mál leikarans hefur vakið tölu­verða at­hygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnar­lamb á­rásar sem hann sagði hafa grund­vallast á hatri á­rásar­manna á sam­kyn­hneigðum og svörtum. Fljót­lega kom upp grunur um að Smollett hafi svið­sett á­rásina í þeim til­gangi að vekja at­hygli á sjálfum sér

Við réttar­höld í málinu sögðu sak­sóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abim­bola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrir­skipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðnings­menn Donalds Trump, þá­verandi Banda­ríkja­for­seta.

Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abim­bola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því al­farið að á­rásin hafi verið svið­sett og hélt því fram að hann væri sak­laus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. 

Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðast­liðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfs­vígs­hug­leiðingum og að ef eitt­hvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jef­frey Ep­stein sem fannst látinn í fanga­klefa sínum meðan lög­regla rann­sakaði um­fangs­mikil kynferðisbrot hans.

Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur. 


Tengdar fréttir

Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás

Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum.

Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn

Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×