Fótbolti

Eriksen aftur valinn í danska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen í síðasta landsleik sínum sem var 12. júní 2021 í Kaupamannahöfn.
Christian Eriksen í síðasta landsleik sínum sem var 12. júní 2021 í Kaupamannahöfn. Getty/ Lars Ronbog

Christian Eriksen er farinn að spila í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik og í dag var hann valinn aftur í danska landsliðið.

Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, valdi Eriksen í hóp sinn fyrir vináttulandsleiki við Holland og Serbíu í mars.

Eriksen er í 23 manna landsliðshóp. Hann lenti eins og flestir þekkja í hjartastoppi í síðasta landsleik sínum sem var fyrsti leikur Dana á EM í Svíþjóð. Sem betur fer náðu læknar að koma hjarta hans aftur af stað á vellinum og hann hefur nú náð sér það vel að hann er farinn að spila aftur fótbolta á hæsta stigi.

Eriksen gekk til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford á dögunum og hefur spilað síðustu þrjá leiki liðsins. Hann hefur alls verið inn á vellinum í 218 minútur.

Eriksen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum en hefur síðan spilað allar níutíu mínúturnar í síðustu tveimur leikjum. Hann lagði upp annað mark Brentford í 2-0 sigri á Burnley í síðasta leik.

Eriksen hefur alls leikið 109 landsleiki fyrir Dana og er með 36 mörk í þeim.


Tengdar fréttir

Mér fannst Eriksen vanta faðmlag

Brentford heimsótti Norwich og vann 1-3 sigur í fallbaráttuslag um liðna helgi. Atvikið sem náði flestum fyrirsögnum úr leiknum var þó hvorki mörk eða boltatækni, heldur tækling Christian Eriksen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×