Fótbolti

Inn­koma Guð­­mundar lykillinn að endur­komu Ála­borgar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Mateusz Slodkowski

Guðmundur Þórarinsson lék sinn fyrsta leik fyrir AaB er liðið vann 3-2 endurkomusigur á OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópi OB.

Guðmundur hóf leik kvöldsins á varamannabekknum en liðsfélagar hans tóku forystuna strax á þriðju mínútu leiksins, Kasper Høgh - fyrrverandi leikmaður Vals - með markið. 

Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum sitthvoru megin við hálfleikshléið og voru 2-1 yfir þegar Guðmundur kom inn af bekknum.

Aðeins fjórum mínútum eftir að Guðmundur kom inn af bekknum þá jafnaði Milan Makarić metin eftir fyrirgjöf Kasper Kusk. 

Það var svo Kusk sjálfur sem skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins á 77. mínútu leiksins. Lokatölur 2-3 og gestirnir frá Álaborg með dýrmætan sigur. 

Liðið nú með 35 stig í 4. sæti deildarinnar, aðeins fimm stigum minna en Bröndby sem situr í 2. sæti. Á sama tíma er OB í 9. sæti með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×