Aftur mis­stíga Eng­lands­meistarar Man City sig gegn Crys­tal Palace

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Man City missteig sig í toppbaráttunni í kvöld.
Man City missteig sig í toppbaráttunni í kvöld. EPA-EFE/VINCENT MIGNOTT

Crystal Palace og Manchester City gerðu markalaust jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Palace vann fyrri leik liðanna og hefur þar með náð í fjögur stig gegn Englandsmeisturunum á leiktíðinni.

Leikurinn spilaðist nokkurn veginn eins og búist var við. Gestirnir frá Manchester voru mikið mun meira með boltann á meðan heimamenn vörðust fimlega og reyndu að sækja hratt. Leikmenn Palace geta þakkað marksúlum sínum fyrir að ekki fór verr en tvívegis skutu leikmenn City í þær.

Það gekk hins vegar ekkert hjá leikmönnum gestanna að koma knettinum í netið. Þrátt fyrir að vera með boltann 74 prósent af leiktímanum og eiga 18 skot þá tókst Man City ekki að skora og leiknum lauk með 0-0 jafntefli.

Manchester City er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, nú með 70 stig eða fjórum stigum meira en Liverpool sem á þó leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira