Innherji

Þórdís Lóa hafði betur í fyrsta prófkjöri Viðreisnar

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar á næsta kjörtímabili.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður oddviti Viðreisnar á næsta kjörtímabili.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörinn oddviti Viðreisnar í nýafstöðnu prófkjöri flokksins. Hún hafði betur gegn nöfnu sinni, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur. Greint var frá niðurstöðunum í prófkjörsveislu Viðreisnar rétt í þessu.

Tæplega 61 prósent þátttaka var í prófkjörinu meðal skráðra flokksmanna í Reykjavík. Á kjörskrá voru 1939 manns og bárust alls 1182 atkvæði. Aðeins 101 atkvæði skildu oddvitaframbjóðendurnar að.

Í fyrsta sæti með 575 atkvæði í 1. sæti var Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Í öðru sæti með 799 atkvæði í 1.-2. sæti var Pawel Bartoszek. Í þriðja sæti með 646 atkvæði í 1.-3. sæti var Þórdís Jóna Sigurðardóttir. 

Í fjórða sæti með 885 atkvæði í 1.-4. sæti var Diljá Ámundadóttir Zoega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×