Villareal og Juventus skildu jöfn

Sindri Sverrisson skrifar
Villareal og Juventus gerðu jafntefli á Spáni.
Villareal og Juventus gerðu jafntefli á Spáni. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Villareal og Juventus skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Það var nýji maðurinn Dusan Vlahovic sem kom Juventus í 1-0 forystu strax á fyrstu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Danilo.

Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins, en á 66. mínútu stýrði Daniel Parejo fyrirgjöf Etienne Capoue í netið og jafnaði metin fyrir Villareal.

Heimamenn í Villareal voru meira með boltann og ógnuðu marki gestanna meira í kvöld, en niðurstaðan varð 1-1 jafntefli.

Liðin mætast á ný þann 16. mars á Ítalíu þar sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er undir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira