Fótbolti

Birkir kom inn af varamannabekknum og skoraði

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason er að gera það gott í Tyrklandi.
Birkir Bjarnason er að gera það gott í Tyrklandi. Sezgin Pancar/Getty Images

Birkir Bjarnason skoraði annað mark Adana Demirspor er liðið vann 3-0 útisigur gegn Gaziantep í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Britt Assombalonga skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir 18 mínútna leik og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja.

Assombalonga fékk tækifæri til að tvöfalda forystu Demirspor af vítapunktinum á 56. mínútu, en klikkaði á spyrnunni.

Birkir Bjarnason kom inn af varamannabekknum tíu mínútum síðar, en hann var ekki búinn að vera inni á vellinum nema í um þrjár mínútur þegar hann kom gestunum í 2-0.

Gestirnir fengu svo aðra vítaspyrnu þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Assombalonga fór aftur á punktinn, en aftur klikkaði hann. Í þetta skipti tók hann þó frákastið og tryggði liðinu öruggan 3-0 sigur.

Birkir og félagar sitja í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar með 44 stig eftir 26 leiki, 16 stigum á eftir toppliði Trabzonspor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×