Innlent

Úr gulu í appelsínugult: Búist við mjög snörpum vindhviðum við fjöll

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Staðan á veðurviðvörunum.
Staðan á veðurviðvörunum. Veðurstofan

Gular viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland eru orðnar appelsínugular. Búist er við austan stormi með töluverðum vindstyrk.

Gefnar voru út gular viðvaranir vegna veðurs í gær fyrir Faxaflóa, höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Suðausturland. Búið er að bæta í viðvaranir fyrir Breiðarfjörð og Vestfirði en viðvaranirnar eru í gildi frá hádegi í dag fram á annað kvöld, mismunandi eftir svæðum.

Þá er búið að uppfæra gular viðvaranir á Suður- og Suðausturlandi úr gulum í appelsínugular. Frá klukkan níu í kvöld til klukkan 14 á morgun má búast við norðaustan 20-28 m/s, skafrenningur og snjókoma með köflum á Suðasturlandi. Búist er við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, einkum í Mýrdal og Öræfum. Slæm akstursskilyrði og samgöngutruflarnir eru líklegar.

Á Suðurlandi, frá klukkan níu í kvöld til klukkan tíu fyrir hádegi á morgun má reikna með Austan 18-28 m/s með snjókomu og skafrenningi, hvassast og mest úrkoma syðst. Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði, búast má við samgöngutruflunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×