Fótbolti

Hall­bera sökuð um svindl á æfingu ís­lenska kvenna­lands­liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir útskýrir hér mál sitt eftir að hafa verið sökuð um svindl.
Hallbera Guðný Gísladóttir útskýrir hér mál sitt eftir að hafa verið sökuð um svindl. Skjámynd/Instagram

Það eru miklar keppnismanneskjur í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og skiptir þar engu máli hvort þær eru í leik eða bara á æfingu.

Íslensku stelpurnar er nú staddar í Los Angeles í Bandaríkjunum þar sem þær eru að undirbúa sig fyrir SheBelieves Cup þar sem íslenska liðið leikur þar þrjá leiki á móti liði Bandaríkjanna, liði Nýja-Sjálands og liði Tékklands.

Fyrstu tveir leikirnir eru í Los Angeles en sá síðasti verður spilaður í Dallas.

Knattspyrnusamband Íslands setti inn skemmtilegt myndband af einni æfingu íslensku stelpnanna í Los Angeles og þar er reyndasti leikmaður íslenska liðsins sökuð um svindl.

„Þið eruð að svindla,“ heyrist í Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og bendir á Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Landliðsfyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fljót að koma sinni konu til varnar. „Ég skal útskýra hvað gerðist,“ segir Hallbera og fór yfir málin.

Úr varð skemmtilegt móment sem starfsmaður KSÍ náði á myndband og birti á samfélagsmiðlum. Það má sjá það hér fyrir neðan.

Þess má geta að Karólína Lea var aðeins sex ára gömul þegar Hallbera lék sinn fyrsta landsleik í mars 2008 og alls hefur Karólína spilað 110 landsleikjum færra en bakvörðurinn reyndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×