Klinkið

Kristrún og framtíðin

Ritstjórn Innherja skrifar
Kristrún Frostadóttir var spúttnikkframbjóðandi Samfylkingar í síðustu kosningum. 
Kristrún Frostadóttir var spúttnikkframbjóðandi Samfylkingar í síðustu kosningum. 

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er um þessar mundir á ferð og flugi um landið og heldur opna fundi með fólki í þeirra heimabyggð. 

Hún hóf leika á Borgarnesi í síðustu viku en er nú komin til Vestfjarða. Með hringferðinni vill Kristrún eiga samræður um framtíðina, heyra hvað brennur á fólki og sækja efni og innblástur fyrir starf sitt á Alþingi, að eigin sögn.

Allt er það gott og blessað. Kjördæmadagana sem nú standa yfir nýta þingmenn alla jafna til að fara út í kjördæmi sín og hitta kjósendur, sveitarstjórnafólk, fulltrúa fyrirtækja og fleiri.

Á sama tíma og Kristrún stendur ein á spjalli um framtíðina við flokksmenn um allt land ferðast þingflokkur Samfylkingarinnar saman, án Kristrúnar þó, líka um landið til að hitta kjósendur.

Ekki er gott að segja hvort þeir fimm þingmenn sem eftir standa af þingflokki Samfylkingarinnar og ferðast í einu lagi séu að eiga samræður við kjósendur um fortíðina eða hvers vegna Kristrún vildi ekki fylgja þingflokknum í för sinni.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×