Erlent

Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað

Samúel Karl Ólason skrifar
Nunnan sem um ræðir var skólastjóri í 28 ár en var dæmd fyrir að draga að sér fé í tíu ár og þá meðal annars til að fjármagna fjárhættuspil í Las Vegas.
Nunnan sem um ræðir var skólastjóri í 28 ár en var dæmd fyrir að draga að sér fé í tíu ár og þá meðal annars til að fjármagna fjárhættuspil í Las Vegas. Getty

Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár.

Í meira en áratug dró hún sér fé frá skólanum til að fjármagna fjárhættuspil hennar og frí fyrir hana og vini hennar. Upp komst um hana þegar hún settist í helgan stein árið 2018 og fjármál skólans voru tekin til skoðunar.

Kreuper játað brot sín síðasta sumar og dómsuppkvaðning fór fram í gær. Hún mun afplána dóm sinn í alríkisfangelsi og sitja inni í eitt ár og einn dag. Hún var einnig dæmd til að greiða skólanum 835 þúsund dali til baka, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

„Ég hef syndgað. Ég braut lögin og hef enga afsökun,“ sagði Kreuper við dómsuppkvaðninguna. Hún sagðist hafa farið gegn þeim eiðum sem hún sór þegar hún varð nunna, boðorðum guðs og lögunum og að hún hefði brotið það traust sem margir báru til hennar.

Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt héraðsmiðilsins ABC7 um málið.

Upprunalega var önnur nunna, sem var aðstoðarskólastjóri Kreuper, var upprunalega einnig bendluð við fjárdráttinn en hún var aldrei ákærð.

Sjá einnig: Nunnur stálu hálfri milljón dala og eyddu þýfinu í Las Vegas

LA Times segir að í ákærunni gegn Kreuper hafi komið fram að þegar forsvarsmenn kaþólsku kirkjunnar í Kaliforníu gengu á nunnuna vegna fjármála skólans, hafi hún kvartað yfir því að prestar fengju hærri laun en nunnur og hún ætti skilið að fá launahækkun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×