Körfubolti

Elvar Már stigahæstur í fyrsta sigri Antwerp Giants

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Már átti enn einn stórleikinn í kvöld.
Elvar Már átti enn einn stórleikinn í kvöld. HLN.BE

Elvar Már Friðriksson var stigahæsti maður vallarins er liðið vann sinn fyrsta leik í Evrópubikarkeppni FIBA í kvöld. Antwerp Giants vann 13 stiga sigur gegn Kyiv Basket, 83-70.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Elvar og félagar leiddu með tveimur stigum að loknum fyrsta leikhluta, en það voru gestirnir frá Úkraínu sem fóru með tveggja stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 39-37, Kyiv í vil,

Heimamenn í Antwerp Giants tóku svo öll völd í þriðja leikhluta. Þeir skoruðu 24 stig gegn aðeins 11 stigum gestanna og fóru því með 11 stiga forskot inn í lokaleikhlutann.

Elvar og félagar héldu forystunni út leikinn og unnu að lokum góðan 13 stiga sigur, 83-70.

Elvar var sem áður segir stigahæsti maður vallarins, en hann skoraði 22 stig, ásamt því að taka þrjú fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Antwerp Giants situr þó enn á botni J-riðils með einn sigur í fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×