Enski boltinn

Markalaust í botnslagnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Burnley og Watford skiptu stigunum á milli sín í fallbaráttuslag ensku úrvalsdeildarinnar.
Burnley og Watford skiptu stigunum á milli sín í fallbaráttuslag ensku úrvalsdeildarinnar. James Gill/Getty Images

Burnley og Watford gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Turf Moor, heimavelli Burnley, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Þrátt fyrir að elsta og virtasta bikarkeppni heims, FA-bikarinn, eigi að mestu sviðið í dag var einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley og Watford sátu í tveimur neðstu sætum deildarinnar fyrir leik kvöldsins og þurftu nauðsynlega á stigum að halda.

Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skora og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Liðin skiptu því stigunum á milli sín, en Watford situr nú í 18. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 21 leik, einu stigi frá öruggu sæti og á einn leik til góða á Norwich sem situr í 17. sæti..

Burnley situr enn á botni deildarinnar, en liðið er með 13 stig. Burnley hefur reyndar aðeins leikið 19 leiki og getur því flogið upp töfluna ef þeim tekst að vinna eitthvað af þeim leikjum sem þeir eiga inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×