Neytendur

Inn­kalla prótein­pönnu­kökur vegna að­skota­hlutar úr málmi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Varan sem um ræðir.
Varan sem um ræðir. Reykjavíkurborg

Heilbrigðiseftirlitið hefur stöðvað sölu og hafið innköllun á pönnukökudufti vegna mögulegs aðskotahlutar úr málmi, eins og það er orðað í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu. Varan er af þeim sökum ekki talin örugg til neyslu.

Pönnukökuduftið sem um ræðir er „Pancake & Waffle Mix Classic – High Protein Baking Mix“ og tók innflytjandinn, HB heildverslun, ákvörðunina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Þeir sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki. Þá er hægt að skila henni í þá verslun sem hún var keypt  eða hreinlega farga henni.

Pönnukökuduftið sem fellur undir innköllunina er með „best fyrir“ dagsetningarnar 01.09.2023 og 01.11.2023.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×