Fréttir

Tekist á um fjár­lög: Ís­lendingar séu miklir eftir­bátar Norður­landa í þróunar­málum

Árni Sæberg skrifar
Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, fremst á myndinni. Fyrir aftan hann sitja Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Fyrir aftan þær standa svo Tómas A. Tómasson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmenn Flokks fólksins.
Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, fremst á myndinni. Fyrir aftan hann sitja Þórunn Sveinbjarnardóttir og Kristrún Frostadóttir, þingmenn Samfylkingarinnar. Fyrir aftan þær standa svo Tómas A. Tómasson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm

Hart var tekist á um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar á Alþingi í gær og búast má við að ágreiningur haldi áfram í dag.

Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata hóf fundinn á umræðu um stöðu innflytjenda á Íslandi. Hún telur ekki nóg gert til að koma til móts við innflytjendur, en þeir hafi farið sérstaklega illa út úr kórónuveirukreppunni.

Þá gagnrýndi hún einnig að einungis væri gert ráð fyrir tuttugu og þriggja milljóna kostnaði við undirbúning þess að Ísland taki við forsæti í ráðherraráði evrópu ráðsins. Fjárframlög til evrópumála í heild séu einnig of lág í fjárlagafrumvarpinu.

Framlög hækka en ekki nógu mikið

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á þróunarmálum. Hann fagnar því að það hlutfall vergrar landsframleiðslu, sem rennur til þróunarmála, hækki. Það fer úr 0,32 prósent í 0,35. Hann bendir þó á að OECD mælist til þess að þróuð ríki láti 0,7 prósent renna til þróunarmála. Tvöfalt hærra hlutfall en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.

„Það er því að sjálfsögðu frábærar fréttir að við íslendingar séum komin hálfa leið að því markmiði. Þarna erum við Íslendingar enn miklir eftirbátar Norðurlanda og reyndar flestra landa í Vestur-Evrópu,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×