Fótbolti

Kórónuveirusmit í herbúðum Hollands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jasper Cillessen á æfingu með hollenska landsliðinu.
Jasper Cillessen á æfingu með hollenska landsliðinu. VI Images/Getty Images

Þegar það eru fjórtán dagar þangað til að Evrópumótið í knattspyrnu hefst er kórónuveirusmit í herbúðum hollenska landsliðsins.

Markvörðurinn Jasper Cillessen er nefnilega með kórónuveiruna en þetta var staðfest í dag.

Holland komst hvorki á HM 2016 né EM 2018 og nýjustu fréttirnar eru ekki góðar fyrir hollenska liðið.

Cillessen er kominn í einangrun eftir smitið og hann er því ekki í flugvélinni sem ferðar hollenska landsliðið til Portúgals og mætir heimamönnum í æfingaleik.

Hollendingar vonast þó enn eftir að Cillessen verði klár í slaginn er hollenska liðið spilar við Úkraínu 13. júní í Amsterdam.

„Þegar það verður læknisfræðilega mögulegt þá mun hann koma aftur inn í hópinn,“ sagði talsmaður hollenska liðsins í samtali við AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×