Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 21:41 Jörðin Hraun er austan við Grindavík. Eldgosið í Fagradalsfjalli er í landi hennar. Bólstrarnir á himninum eru frá eldstöðinni. Egill Aðalsteinsson Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Eldstöðin er í landi Hrauns austan Grindavíkur en jörðin er í eigu um tuttugu einstaklinga. Áhugasamir kaupendur hafa sett sig í samband við eigendur með það í huga að kaupa jörðina og þar með gosstöðvarnar. „Já, já. Við erum alveg að fá fyrirspurnir frá fasteignasölum og ýmsum aðilum sem sjá sér eitthvað í þessu, eðlilega. Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna,“ segir Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigendafélags Hrauns, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns: „Þetta hlýtur að vera heitasta jörðin á landinu núna.“Egill Aðalsteinsson Sigurður treystir sér þó ekki til að segja hverjir þar séu að baki. Áhuginn hafi vaknað eftir að eldgosið hófst. „Já, já. Það er alveg klár tenging þar á milli.“ Og það er þegar búið að bjóða í jörðina. Komin eru 2-3 tilboð, segir formaður eigendafélagsins. -Vilja þeir þá kaupa jörðina og með öllu sem henni fylgir út af gosinu? „Já, menn eru til í að skoða ýmsa kosti. Kaupa hluta eða allt. Það er allur gangur á því. Það eru allskonar pælingar,“ svarar Sigurður Guðjón. Séð yfir gossvæðið. Landeigendur eru til viðræðu um að selja bara hluta jarðarinnar.Egill Aðalsteinsson Og það er auðheyrt á ferðamönnum að það væri auðvelt að selja þeim aðgang að eldgosi. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé eldfjall með eigin augum, hvað þá eldgos þar sem hraun spýtist í loft upp. Þetta er stórkostlegt,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Thomas Lovely, sem við hittum í fyrradag að lokinni skoðunarferð. -En er jörðin föl? „Já. Er ekki allt falt fyrir einhverja peninga? Það snýst náttúrlega allt um krónur og aura þegar upp er staðið, er það ekki?“ -Hvað þarf að borga mikið til þess að eignast jörð með eldgosi? „Ég segi pass við því núna. Það er í skoðun.“ Eigendur Hrauns, samkvæmt Lögbýlaskrá 2020.Skjáskot -Þannig að þið eruð opnir fyrir því að selja fyrir rétt verð? „Já, já. Það hefur svo sem ekkert verið launungarmál að það hafa verið pælingar um slíkt í gegnum tíðina þó að menn hafi kannski aldrei farið alla leið með það að auglýsa jörðina til sölu.“ -En sem sagt: Ef rétt boð kemur, þá eruð þið tilbúnir að selja? „Já, já,“ svarar formaður Landeigendafélags Hrauns. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04 Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41 Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Beðin um að tilkynna líkfundi Erlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Tala látinna á Spáni hækkar hratt Erlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun. 4. maí 2021 23:04
Leggja til bílastæðagjald af þeim sem vilja skoða gosið Starfshópur stjórnvalda telur að gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli geti orðið fjölfarnasti áfangastaður landsins og leggur til gjaldtöku af bílastæðum. Talsmaður landeigenda segir nauðsynlegt að fara hratt í uppbyggingu. 5. maí 2021 21:41
Segist ekki vera að hugsa um að rukka aðgangseyri Einn af eigendum Geldingadala segir ekki standa til að rukka aðgangseyri að eldgosinu. Hann sér hins vegar eftir gróðurlendinu sem farið er undir hraun. 29. mars 2021 21:37
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49