Fótbolti

Fimm Evrópu­fé­lög vilja Buf­fon og þar á meðal fé­lag Ögmundar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gianluigi Buffon í leik gegn Genoa í ítalska bikarnum í janúarmánuði.
Gianluigi Buffon í leik gegn Genoa í ítalska bikarnum í janúarmánuði. Stefano Guidi/Getty Images

Eftir að hafa verið varamarkvörður stærsta hluta tímabilsins eru allar líkur á því að Guianluigi Buffon yfirgefi Juventus í sumar.

Buffon er orðinn 43 ára en eftir endurkomuna til Juventus eftir eitt ár í Frakklandi eru allar líkur á því að Buffon þurfi að finna sér nýtt lið í sumar.

Hann ætlar hins vegar ekki að hætta og nú segir ítalski miðillinn Tuttosport að fimm lið séu á höttunum eftir starfskröftum hans.

Olympiakos í Grikklandi, sem Ögmundur Kristinsson, er á mála hjá er sagt vera eitt af liðunum sem er á höttunum eftir Buffon.

Sporting Lissabon, Galatasaray, Frankfurt og Dynamo Kiev eru einnig sögð vilja fá Buffon sem hefur leikið 683 leiki fyrir Juventus.

Á þessari leiktíð hefur hann aðallega leikið í ítalska bikarnum en þar eru Juventus komnir í úrslit.

Þeir mæta Atalanta þann 19. maí og verður það líklega síðasti leikur Buffon fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×