Fótbolti

Mikil nei­kvæðni á Twitter er Ís­land féll á prófinu í Armeníu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson var mikið ræddur á Twitter á meðan leik Íslands og Armeníu stóð.
Jón Daði Böðvarsson var mikið ræddur á Twitter á meðan leik Íslands og Armeníu stóð. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN

Það var ekki bjart yfir fólki á Twitter er Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra í undankeppni HM 2022 í dag. Ísland nú tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni með markatöluna 0-5.

Hér að neðan má sjá brot af því sem fór fram á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð. Þá var myllymerkið #ArmIsl notað til að merka tíst sem snéru að leiknum. Það var þó aðallega fólk frá Armeníu sem nýtti sér myllymerkið.

Fyrir leik

Kostulegt innslag frá því þegar íslenska landsliðið heimsótti Armeníu árið 1998. Þá lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Íslenska liðið fór í göngutúr fyrir leik.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga og fyrrverandi landsliðsmaður, var spenntur fyrir leik.

Gaupi var sáttu með Arnar Gunnlaugsson og Atla Viðar Björnsson, sérfræðinga RÚV í dag.

Hrannar Björn Steingrímsson, varnarmaður KA, vildi sjá Hólmbert Aron Friðjónsson upp á topp í stað Jón Daða Böðvarssonar á meðan aðrir vilja halda Jóni Daða í liðinu.

Leikurinn sjálfur

Vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason var nálægt því að koma Íslandi yfir í leiknum.

Það var fólk í stúkunni.

Þetta var einn af fáum sem fór eftir sóttvarnarreglum í stúkunni. Alls mættu fjögur þúsund stuðningsmenn Armeníu á leikinn.

Arnór Sigurðsson fékk þungt högg í fyrri hálfleik en var fljótur að jafna sig og hélt áfram.

Íslendingar þurfa bara að vera duglegir að tala saman.

Menn virkuðu dasaðir.

Ísland kom boltanum í netið en markið réttilega dæmd af vegna rangstöðu í aðdragandanum.

Hefði Viðar Örn Kjartansson átt að vera í leikmannahópi Íslands fyrir leikina þrjá?

Stundum þarf bara meira kaffi.

Armenía skoraði tvö mörk í síðari hálfleik

Menn kölluðu á almættið eftir að Armenía komst yfir og eru orðnir þreyttir á þynnkunni.

Margir töldu Hannes Þór Halldórsson eiga að gera betur í marki Íslands.

Jón Daði fékk gott færi og spáð er að 

Albert reyndi að fiska víti en fékk í staðinn gult spjald og verður í banni í næsta leik.

Ætlar RÚV ekkert að fara sýna sigurleiki?

Fjölmiðlar fengu líka að heyra það.

Að lokum, var litið á björtu hliðarnar.


Tengdar fréttir

Í beinni: Armenía - Ísland | Verðugt verkefni í Jerevan

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði gegn liðinu í 99. sæti heimslistans, Armeníu, í Jerevan í dag í öðrum leik sínum í undankeppni HM. Þar með virðist leiðin til Katar afar löng og illfær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×