Fótbolti

Segir að sonurinn eigi að vera í lands­liðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henke er nú aðstoðarþjálfari Barcelona sem er að gera fína hluti á Spáni og er í mikilli baráttu á toppi deildarinnar.
Henke er nú aðstoðarþjálfari Barcelona sem er að gera fína hluti á Spáni og er í mikilli baráttu á toppi deildarinnar. Quality Sport Images/Getty

Henrik Larsson, aðstoðarþjálfari Barcelona og goðsögn í Svíþjóð, skilur ekki hvernig sonur hans Jordan Larsson er ekki í sænska landsliðshópnum fyrir komandi leiki.

Jordan er framherji, eins og karl faðir hans, sem hefur skorað tólf mörk í 23 leikjum fyrir Spartak Moskvu í Rússlandi. Auk þess hefur hann lagt upp fimm önnur mörk.

Hann náði þó ekki að komast í sænska landsliðshópinn sem mætir Georgíu, Kósóvó og Eistlandi í þessum landsliðsglugga. Pabbinn er svekktur og segir hann eiga skilið að vera í hópnum.

„Já, það finnst mér,“ sagði Henrik Larsson og þegar hann var spurður um að útskýra það nánar svaraði hann:

„Nei, ég þarf ekki að útskýra neitt meira. Janne velur hópinn en Jordan er einn af betri framherjunum sem er í topp formi og það er erfitt að horfa fram hjá honum.“

Jordan hefur áður verið í kringum sænska landsliðið og spilaði meðal annars vináttulandsleikinn gegn Dönum í lok árs 2020.

Henke Larsson er nú aðstoðarþjálfari Barcelona þar sem hann aðstoðar Ronald Koeman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×