Erlent

Tveir látnir eftir stærðarinnar flugeldasprengingu á heimili

Samúel Karl Ólason skrifar
Húsið var verulegta illa farið eftir sprenginguna.
Húsið var verulegta illa farið eftir sprenginguna. Getty/Watchara Phomicinda

Tveir menn eru látnir eftir stórar flugeldasprengingar á heimili í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Þrír særðust lítillega og einn hundur drapst í sprengingunni sem skóku hverfi í borginni Ontario, nærri Los Angeles.

Svo virðist sem að flugeldum hafi verið safnað á heimilinu en samkvæmt frétt CBS í Los Angeles liggur ekki fyrir hvað olli fyrstu sprengingunni. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að fólk sem hafi verið í húsinu hafi flúið og komist í öryggi.

Bannað er að selja, eiga og geyma flugelda í Ontario en nágrannar segjast reglulega hafa heyrt í flugeldum í hverfinu undanfarin ár. Það hafi verið kvartað yfir því á samfélagsmiðlum.

Ekki er ljóst hvort hinir látnu bjuggu í húsinu eða öðrum húsum þar nærri en mörg hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Íbúi í hverfinu segir að í raun hafi um nokkrar sprengingar verið að ræða. Hún hafi fundið þá fyrstu eins og jarðskjálfta sem hafi hrist allt hús hennar.

Hún tók myndband af sprengingunum og birti á Twitter.

Annar nágranni sagði í samtali við CBS að hluti húss hennar hefði hrunið vegna sprenginganna og það hefði kveiknað í fóti hennar. Rúður eru sagðar hafa brotnað og sprungið í nærliggjandi húsum.

Allyssa Boroluzzi segir fyrstu sprenginguna ekki hafa verið háværa og lýsir henni einnig eins og jarðskjálfta. Húsið hennar hafi nötrað. Skömmu seinna hafi enn stærri sprenging orðið og allar rúður í húsinu hennar hafi brotnað.

Hér má sjá annað myndband af vettvangi, sem sýnir líklega fyrstu sprenginguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×