Fótbolti

„Ronaldo er eins og fífl þarna, engin spurning“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo tókst ekki að skora í leiknum en það voru flestir að tala um varnartilþrif hans.
Cristiano Ronaldo tókst ekki að skora í leiknum en það voru flestir að tala um varnartilþrif hans. AP/Luca Bruno

Guðmundur Benediktsson var með Hjörvar Hafliðason og Reynir Leósson með sér í Meistaradeildarmessunni í gær. Þeir ræddu meðal annars hvað Cristiano Ronaldo var að gera í varnarveggnum í aukaspyrnumarkinu sem kom Porto áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Skjámynd/S2 Sport

„Þessi leikur var loksins að róast niður og fara í einhverja vítaspyrnukeppni en þá kemur þessi aukaspyrna. Auðvitað horfum við hér á Cristiano Ronaldo því svona gerir enginn í Meistaradeildinni,“ sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Meistaradeildarmessunni.

„Þetta er eins mikill atvinnumaður og þeir verða. Maður hefði orðið trylltur á sama hvaða stigi það væri. Ronaldo er eins og fífl þarna, engin spurning. Hvað er hann að gera? Við hvað er hann hræddur,“ spurði Hjörvar um leið og þeir horfðu á aukaspyrnumarkið aftur í hægri endursýningu.

„Það er farið svo vel yfir svona hluti í boltanum í dag. Þú raðar í vegginn og að einhverjum hafi dottið í hug að setja hann fyrir miðju í vegg. Hann er hávaxinn en hans hlutverk í þessum fallega leik er eitthvað allt annað en að fá boltann í sig,“ sagði Reynir Leósson, sérfræðingur í Meistaradeildarmessunni.

Það má horfa á umfjöllun Messunnar um markið í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Meistaradeildarmessan: Cristiano Ronaldo og varnarveggurinn

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×