Erlent

Heilbrigðiskerfi Brasilíu að sligast

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Covid 19 sjúklingar í röðum í íþróttahöll sem breytt hefur verið í sjúkrahús í Santo Andre, Brasilíu, í útjaðri Sao Paulo.
Covid 19 sjúklingar í röðum í íþróttahöll sem breytt hefur verið í sjúkrahús í Santo Andre, Brasilíu, í útjaðri Sao Paulo. Andre Penner/AP Photo

Heilbrigðiskerfi stærstu borga Brasilíu er komið að fótum fram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Fiocruz stofnuninni.

Þar segir að í höfuðborgum ríkja Brasilíu, sem eru tuttugu og sjö talsins, eru áttatíu prósent eða meira af öllum gjörgæslurúmum á spítölum upptekin, að mestu leyti af Covid 19 sjúklingum. Í fimmtán borgum eu sjúkrarúmin síðan í níutíu prósent nýtingu, þar á meðal í stórborgunum Rio de Janeiro og Sao Paulo.

Í gær dóu 1972 Brasilíumenn úr Covid 19, sem er nýtt met þar í landi en þar hafa rúmlega 266 þúsund dáið og ellefu milljónir rúmar smitast síðan veiran gerði fyrst vart við sig.

Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri látist úr sjúkdómnum og lendir Brasilía í þriðja sæti þegar kemur að staðfestum fjölda smita.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×