Handbolti

Lokaskotið: Hnífjöfn barátta um úrslitakeppni og FH gæti endað án stiga

Sindri Sverrisson skrifar
Sunneva Einarsdóttir og Þorgerður Anna Atladóttir fóru yfir stöðuna í Olís-deildinni.
Sunneva Einarsdóttir og Þorgerður Anna Atladóttir fóru yfir stöðuna í Olís-deildinni. Stöð 2 Sport

Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af Olís-deild kvenna í handbolta áður en sex liða úrslitakeppni tekur við. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar rýndu í mögulegar útkomur úr lokaumferðunum.

Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl.

HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni.

„Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við:

„Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“

Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið

Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni.

„Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva.

Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá

Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá:

„En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“

Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu.

„FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi.

„Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×